Kynlífið með kærastanum bara miðlungs

Kynlif parsins gæti verið betra.
Kynlif parsins gæti verið betra. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og kærastinn minn höfum stundað saman kynlíf í nokkra mánuði en kynlífið er hvað eftir annað bara miðlungs. Hvorugt okkar fær fullnægingu og ég er ekki alltaf viss um hvort ég sé að veita honum ánægju. Við tölum ekkert um kynlíf. Við bara gerum ráð fyrir að það gerist þegar við erum saman uppi í rúmi. Ég hef reynt að opna á samtal nokkrum sinnum en hann hefur aldrei bitið á agnið. Skortur á samskiptum gerir mig hikandi þegar kemur að nánd af því að ég er með áhyggjur yfir því hvenær við eigum að hætta eða hvort við höldum áfram að gera eitthvað sem hvorugt okkar kann vel við. Hvernig get ég breytt þessu og hvatt hann til betri samskipta án þess að honum líði illa?“ Skrifaði kona sem stundar ekki nógu gott kynlíf með kærasta sínum og leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn bendir konunni á að hún viti vel hvað er að, léleg samskipti. Konan þurfi kannski á hjálp að halda við að orða tilfinningar sínar á réttan hátt. Ráðgjafinn bendir konunni á nokkrar góðar setningar. 

„Mér finnst mjög gott að vera með þér en ég var bara velta fyrir mér hvort þú gætir hjálpað mér að skilja hvernig þér finnst kynlífið vera?“

„Ég elska að vera náin þér en viltu næst gefa mér nánari leiðbeiningar. Mig langar að læra meira um líkama þinn,“ er líka setning sem ráðgjafinn mælir með. 

„Ég veit að við höfum ekki þekkst lengi og allir eru mismunandi, þannig að getum við hjálpað hvort öðru að skilja hvort annað betur?“ er setning sem ráðgjafinn mælir með sem á við þau bæði. 

Ráðgjafinn bendir konunni einnig á að tala við kærastann meðan á kynlífi stendur. Að spyrja hvort hann vilji hitt eða þetta. Ef eitthvað er ekki að virka bendir ráðgjafinn á að spyrja hvort kærastinn vilji skipta um stellingu, spyrja hvort einhver sé í uppáhaldi hjá honum. 

„Fólk á það til að verða æstara ef það sér að maki þess virðist njóta kynlífsins. Umbunaðu honum ef hann gerir eitthvað sem þér finnst gott og vertu örlát og hugrökk við að deila nákvæmum þörfum og löngunum þínum með honum. Það á við um nákvæmlega hvernig þú vilt vera kysst, snert, föðmuð, strokin og meira. Hann mun kunna að meta það.“

Parið þarf að tala betur saman í rúminu.
Parið þarf að tala betur saman í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is