Hræðilegar sambandssögur úr sóttkví

Samskiptin eru misgóð í sóttkví.
Samskiptin eru misgóð í sóttkví. ljósmynd/Colourbox.dk

Blaðamaðurinn Meg Zuckin safnar dramatískum sambands- og fjölskyldusögum á tímum kórónuveirunnar. Sögurnar hrúguðust inn og hefur hún nú sett á laggirnar vefsíðu, The Social Distance Project þar sem fólk getur lesið sögurnar og látið gott af sér leiða. Smartland valdi nokkrar hræðilegar sögur. 

Útgöngubann í miðjum sambandsslitum

Kona í miðjum sambandsslitum sendi sögu af sér og kærasta til tíu ára. Fyrir nokkrum dögum hætti kærastinn hennar með henni upp úr þurru. Aðeins tveimur vikum áður fengu þau sér húðflúr í tilefni tíu ára sambandsafmælisins. Henni leið ömurlega í nokkra daga en þá fengu þau þá skipun að halda sig heima vegna kórónuveirunnar. Maðurinn er í mjög slæmu skapi, þau bæði að vinna að heiman, lítið er til að borða og er konan að hugsa um að flytja til bróður síns. 

Hætti við sambandsslit

„Ég bý með kærastanum mínum og ég reyndi að hætta með honum fyrir kórónuveirubrjálæðið en ég ætla bíða með það þangað til þetta er yfir staðið af þvíað  mér líður vel og svona.“

Skilnaður

Fyrir viku tjáði eiginkona manni sínum til fimm ára að hún vildi skilnaði. Átti maðurinn akkúrat afmæli þá. Núna fer hún hins vegar ekki til vinnu á hverjum degi og er föst heim með eiginmanni sínum næstu 20 daga. 

Stirð samskipti þegar unnið er heima

Einn netverji kvartar yfir því að vinna heima með kærasta sínum. „Kæró bað mig um að útbúa beyglu í morgun og ég sagði nei ég er að vinna,“ sagði netverjinn. „Það lítur ekki út fyrir að þú sért að vinna, það lítur út fyrir að þú sért að horfa út um gluggann,“ svaraði þá kærastinn. 

Flutti út

„Ég hef búið með minni fyrrverandi undanfarna tvo mánuði til þess að klára leiguna og mér líður eins og ég hafi rétt svo sloppið við að veikjast. Hún er flugfreyja og hefur ferðast mikið undanfarið. Hún kom aftur fyrir um það bil viku  og var mjög veik. Einhvern veginn er hún enn að vinna???? Allavega ég fékk mér nýja íbúð og bókstaflega flutti út fyrr tveimur dögum.“

Glatað að vinna heima með eiginmanninum

Ein kona var heldur betur óánægð að þurfa að vera með eiginmanni sínum allan sólarhringinn. Þau vinna nú bæði heima í sama herberginu á Indlandi. Hún segir manninn sinn lækka í loftræstingunni en þá verður henni kalt. Þegar hringt er til þeirra þurfa þau að gefa hvort öðru merki um að fara út úr herberginu. 

framhjáhald, hjónaband, samband, par, vandamál, rifrildi, skilnaður, skilnað, rífast
framhjáhald, hjónaband, samband, par, vandamál, rifrildi, skilnaður, skilnað, rífast Ljósmynd/Getty images
mbl.is