Kærastinn vildi swing-samband

Kærastinn vildi makaskipti en ekki hún.
Kærastinn vildi makaskipti en ekki hún. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ung kona hafði verið í sambandi með manni í 16 mánuði þegar hann sagði henni frá því að hann vildi prófa makaskipti með öðru pari. Konunni leist ekki á blikuna og sleit sambandinu en nú heldur kærastinn fyrrverandi áfram að senda henni skilaboð. Hún leitar á náðir ráðgjafa The Guardian

„Ég var búin að vera með kærastanum mínum í 16 mánuði áður en útgöngubannið hófst. Hann sagði mér að hann langaði að prófa makaskipti með öðru pari, sem kom mér svakalega á óvart. Ég er ekki þannig manneskja svo ég ákvað að hætta með honum. Þrátt fyrir sambandsslitin hefur hann haldið áfram að senda mér skilaboð, jafnvel þó ég hafi hætt að svara honum fyrir löngu og sagði honum skýrt að ég vildi ekki hitta hann. Þetta hefur verið mér mjög erfitt og væri til í hverskonar hjálp.“

Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafi The Guardian svarar:

„Að fara í kynferðislegt samband með öðru pari er ekki óalgengt, margir stunda það. Í rauninni eru til mörg samfélög þar sem meðlimir þeirra stunda makaskipti. En það er ekki fyrir alla og öfundsýki og óöryggi getur komið upp sama hversu kynferðislega opin manneskjan er. „Swing“ er fyrir lengra komna í kynlífi og krefst þess að pör séu náin auk þess sem einstaklingarnir séu í andlegu jafnvægi. 

Reglur, gegnsæi, samningagerðir og gagnkvæmt samþykki er nauðsynlegt. Í þínu tilviki hefur þú verið mjög skýr við kærasta þinn um að þetta er ekki eitthvað sem þú hefur áhuga á. Manneskju sem þykir vænt um þig ætti að virða það. Því miður hefur hann ekki hlustað á því og er að reyna að fá þig til að skipta um skoðun. 

Þrátt fyrir að þér líði illa núna þá er best að þú fylgir innsæi þínu og haldir þig frá honum. Ekki bara vegna þess að hann hefur áhuga á makaskiptum heldur af því að hann heldur áfram að biðja þig um að skipta um skoðun. Passaðu þig á því í framtíðinni þegar þú kynnist tilvonandi maka að hann virði tilfinningar þínar og skoðanir sem eru þér mikilvægar“

mbl.is