20 merki um sanna ást

Kim Kardashian og Kanye West eru hjón sem elska hvort …
Kim Kardashian og Kanye West eru hjón sem elska hvort annað. AFP

Hvernig veit fólk hvort það er raunverulega ástfangið? Er þessi tilfinning sem þú finnur fyrir hrifning eða eitthvað meira? Tilfinningar eru flóknar og ástin er ekki alltaf auðveld en á vef Women's Health má finna nokkur atriði sem gefa í skyn hvort um raunverulega ást sé að ræða. 

Tilfinningin hverfur ekki

Það er ágætismerki ef tilfinningarnar hverfa ekki með tímanum heldur verða meiri og dýpri. 

Makinn fær fulla athygli

Ef þú elskar einhvern virkilega fær sá hinn sami alla þína athygli.

Þið getið talað um allt

Þegar ást er annars vegar dýpka samræðurnar. 

Auðvelt að skipuleggja framtíðina

Ef um ást er að ræða er auðveldara að gera langtímaplön.

Fólk er opið

Það getur verið merki um ást ef fólk á auðvelt með að opna sig við hinn aðilann og treysta honum. 

Hefur ekki áhuga á öðru fólki

Þú missir líklega áhuga á rómantískum samböndum við annað fólk. 

Hversdagurinn verður skemmtilegur

Ef það verður skemmtilegt að fara út í búð eða taka bensín bara af því að nýja skotið er með er líklegt að sambandið sé eitthvað meira en bara skot. 

Þú vilt kynna fjölskylduna

Ef þú færð mikla löngun til að kynna ástina fyrir fjölskyldunni er líklegt að þetta sé eitthvað meira en bara smá skot. 

Jay-Z og Beyonce.
Jay-Z og Beyonce. AFP

Ertu hjálpsamari en áður?

Ef þú vilt hjálpa nýju ástinni með hversdagslega hluti er augljóst að það búa djúpar tilfinningar að baki. 

Góðir hlutir gerast hægt

Það tekur tíma að byggja upp ást sem endist. Sambandið virkar kannski óspennandi í fyrstu en ef makinn kemur fram á ástríkan hátt í lengri tíma gæti sambandið endað með flugeldasýningu seinna meir, til dæmis með bónorði. 

Fólk lætur ekki ganga á eftir sér

Sambönd sem snúast um að láta ganga á eftir sér snúast ekki endilega um raunverulegar tilfinningar að sögn sérfræðings. 

Kynferðisleg spenna til staðar

Kynferðisleg spenna er mikilvæg í langtímasambandi og er alltaf til staðar þó svo að fólk gangi í gegnu mismunandi tímabil. 

Sambandið snýst samt ekki um kynlíf

Sum pör bíða aðeins með kynlíf og það er í góðu lagi enda getur líkamleg nánd stundum truflað raunverulegar tilfinningar.

Þið vitið hvað ást þýðir

Ást getur þýtt mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Fólk sem hefur talað saman um ást er líklega ástfangið.

Harry og Meghan fundu ástina.
Harry og Meghan fundu ástina. AFP

Þið viljið alltaf vera með hvort öðru

Fólk ætti alltaf að vilja vera með þeim sem það er ástfangið af. Fólk fær leið á þeim sem það er bara hrifið af en ekki þeim sem það er ástfangið af. 

Kynferðislegur áhugi sá sami

Það þýðir ekkert að vera með einhverjum sem hefur allt aðrar langanir í rúminu en þú. 

Ósætti eyðileggur ekki sambandið

Ef fólk er ástfangið er það óhrætt að sýna hvernig það er í raun og veru. Þú pirrar kannski maka þinn stundum en það eyðileggur ekki sambandið. 

Þú sýnir áhugamálum maka þíns áhuga

Þér finnst kannski ekki skemmtilegt að gera allt sem maki þinn hefur áhuga á en þú prófar það samt fyrir ástina. 

Líf þitt er ekki eins og tilfinningalegur rússíbani

Róleg ást er sönn ást. Margir rugla saman þeim mikla rússíbana sem fylgir „haltu mér slepptu mér“-samböndum. 

Þér líður ekki illa þegar annar aðilinn er ekki í stuði

Í sönnum ástarsamböndum er eðlilegt að fólk sé ekki alltaf í stuði til að stunda kynlíf og það á að vera í lagi. 

mbl.is