Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars

Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars

Þú stend­ur alltaf upp aft­ur

Elsku Fisk­ur­inn minn,

það er búin að vera mik­il spenna og stress í kring­um þig, en þú vinn­ur allt líka miklu bet­ur þegar þú ert á tán­um. Það er eins og þú fljúg­ir áfram og þó þú dett­ir öðru hverju þá stend­urðu alltaf upp jafn­h­arðan.

Vertu bjart­sýnn og magnaðu upp það já­kvæða til­finn­ingaflæði sem er allt í kring­um þig, þú get­ur ekki breytt öðrum svo láttu eng­an stjórna skapi þínu eða líðan. Um leið og þú slepp­ir og hætt­ir að spek­úl­era í því þá færðu það frelsi í hjart­anu sem þú ert að leita að.

Það eru svo spenn­andi tím­ar bún­ir að vera að banka á hurðina þína, svo taktu bara vel eft­ir hvað er að ger­ast og segðu já þótt þú nenn­ir ekki, því þegar þú opn­ar hurðina er eins og það sé röð af mann­eskj­um sem eru að bjóða þér ný tæki­færi, svo leyfðu þér að fljóta, þá muntu njóta.

Í ástar­mál­un­um verður allt akkúrat eins og það á að vera, þið sem eruð á lausu megið bú­ast við spenn­andi tæki­fær­um, en þeir ykk­ar sem eruð svo dá­sam­lega heppn­ir að vera bún­ir að velja sér framtíðarmaka eiga bara að dekra við hann og sýna hon­um skiln­ing, þannig þró­ast allt á besta veg.

Þú þarft ekki svo mik­inn tíma til að slaka á, þú nærð ein­hvern­veg­in að tengja þig svo vel og rífa upp ork­una þína jafnóðum þó þú bú­ist ekki við því þú get­ir það, því það er al­veg sama hversu mikið þú tek­ur að þér, þú kemst yfir það. Þér mun ganga vel ef ein­hvers­kon­ar próf eru að mæta þér og það þarf ekki að vera í ein­hverj­um skóla held­ur bara í öllu líf­inu, þú kem­ur út í sig­ur­veg­ara­sæt­inu.

Það skip­ast svo fljótt veður í lofti og mikl­ar breyt­ing­ar eiga sér stað, jafn­vel dag frá degi og stund­um finnst þér þú al­veg vera að bug­ast, en það er bara ímynd­un þín. Fólkið í kring­um þig þekk­ir þig bet­ur en þú sjálf­ur og þeir sjá mæta­vel hvað þú stend­ur þig vel á þessu tíma­bili, svo biddu bara um ráð frá þeim sem þú treyst­ir.

Knús & koss,

Sigga Kling

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu