Krabbinn 21. júní - 22. júlí

Krabbinn 21. júní - 22. júlí Krabbinn 21. júní - 22. júlí

Þú munt standa und­ir vænt­ing­um

Elsku Krabb­inn minn,

það koma að sjálf­sögðu þannig tím­ar að þér finn­ist þú vera al­einn í heim­in­um og eng­inn sé að fylgj­ast með þér. Þetta er að mörgu leyti vegna þess að þú hef­ur svo stórt hjarta, en það get­ur líka valdið þér sárri ang­ist. Svo ein­kenni­lega sem það er þá geta fal­legu hugs­an­irn­ar þínar og hug­sjón­ir fengið þig til að ef­ast um sjálf­an þig.

Þú átt von á upp­skeru því þú ert bú­inn að sá svo fal­lega í lífið og ef þú ert að spek­úl­era í ást­inni skaltu stein­hætta að ótt­ast höfn­um eða sárs­auka; það er um tvennt að ræða: Að elska eða ótt­ast.

Þú hrós­ar mörg­um í kring­um þig og orð þín eyðast aldrei því öll­um orðum fylg­ir orka og þú ert einskon­ar kyndil­beri eða per­són­an sem geng­ur með ljósið.

Þú ert bú­inn að hafa mikl­ar áhyggj­ur af ým­is­legri vá eða hættu í kring­um þig en þú átt eft­ir að forða þér því lífið mun færa þér framúrsk­ar­andi sig­ur. Sér­stak­lega kenna þér á næst­unni að elska og fyr­ir­gefa og þú skalt skoða í ást­inni um­hyggju­sömu týp­una sem fær­ir þér mat og nudd­ar á þér axl­irn­ar.

Það mynd­ast mik­il spenna á næstu mánuðum vegna þess þú tek­ur að þér verk­efni sem þú sérð ekki fyr­ir end­ann á. Þú ef­ast um hvort þú haf­ir þann styrk að bera að standa und­ir vænt­ing­um og þeim breyt­ing­ar sem eru að koma sem þú finn­ur fyr­ir og ert jafn­vel bú­inn að taka ákvörðun um. Þetta mun færa þér bless­un og betri líðan, og þó þú get­ir ekki stjórnað öll­um aðstæðum sem verða í kring­um þig, þá get­ur þú stjórnað því hvernig þú bregst við aðstæðum og með því áttu eft­ir að heilla alla.

Knús & koss,

Sigga Kling

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu