Meyjan 23. ágúst - 22. september

Meyjan 23. ágúst - 22. september Meyjan 23. ágúst - 22. september

Þú ert að upp­lifa nýtt upp­haf

Elsku Meyj­an mín,

orka kraft­ur og upp­leið eru ein­kunn­ar­orð þín. Þú verður í ess­inu þínu, ert að ganga frá, ljúka og klára verk­efni og hefja skemmti­legt upp­haf.

Í öllu þessu get­urðu fundið fyr­ir spennu­falli þannig að það sem þú hlakkaðir mest til gef­ur þér ekki allt sem þú óskaðir þér, en þetta er svipað og að vinna stóra keppni þar sem þó þú fáir bik­ar­inn í lok­in fylg­ir alltaf spennu­fall og þegar þú skil­ur þetta sérðu allt í nýju ljósi.

Ég sé dá­sam­lega hluti mæta þér. Þú ert með réttu svör­in og átt eft­ir að sjá auðveld­lega hvernig þú munt und­ir­búa þig fyr­ir næstu skref. Í þess­ari stöðu muntu not­færa þér þenn­an kraft til að ná fram já­kvæðum breyt­ing­um og það er í raun allt sem þú þráir.

Þér er annt um mann­orð þitt og sjálf­stæði og elsk­ar fólk sem hugs­ar líkt og þú. Hleyptu nýj­um mann­eskj­um inn í líf þitt sem kem­ur með já­kvæða strauma og tengdu þig við fleiri hópa í kring­um þig, í því felst far­sæld þín.

Þú átt eft­ir að sjá að þú ert glúr­in í viðskipt­um og það mun gefa þér þann styrk sem þú þarft í einka­líf­inu. Þú verður á rétt­um stað á rétt­um tíma til þess að skora markið og vinna bik­ar­inn og einnig áttu elsku hjartað mitt eft­ir að hvetja aðra áfram. Því þú berst fyr­ir þínu fólki og vernd­ar alla fram í rauðan dauðann.

Þar af leiðandi get­urðu orðið ólýs­an­lega sár vegna höfn­un­ar sem þú hef­ur ein­hvern­tím­ann orðið fyr­ir og hef­ur allt of mik­il áhrif á líf þitt í dag. Hristu þetta af þér og segðu við sjálfa þig þér sé slétt sama og lifðu hvern dag eins og hann sé þinn síðasti.

Knús & Koss,

Sigga Kling

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu