Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Tvíburinn 21. maí - 20. júní Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Þú ert góður í mann­leg­um sam­skipt­um

Elsku Tví­bur­inn minn,

þú átt auðvelt með að greina aðal­atriðin frá auka­atriðunum en svona yfir vetr­ar­tím­ann nenn­irðu því kannski ekki því þú ligg­ur í hálf­gerðum dvala. En hug­ur þinn á eft­ir að finna nýj­ar lausn­ir. Það verður hægt að segja þú hef­ur aldrei verið já­kvæðari og þú átt eft­ir að tala þig upp og tala þig til og þannig greiðir þú hratt og vel úr vanda­mál­un­um.

Þú ert svo leik­inn í mann­leg­um sam­skipt­um og gæt­ir jafn­vel hresst hina and­lausu við og það sem er svo skemmti­legt við þig er hvað þú ert óút­reikn­an­leg­ur og spenn­andi og næsti mánuður gef­ur þér mikla orku og ný plön, þú ert vel máli far­inn og átt eft­ir að koma þínu svo vel frá þér og af stað.

Ekki taka ást­ina of al­var­lega ef þú ert á lausu. Leyfðu þér að sveifl­ast og vera svo­lítið op­inn fyr­ir því sem er að koma þinn veg. Þér á eft­ir að ganga vel í tengsl­um við fjár­mál því þú ert svo út­sjón­ar­sam­ur þegar þú þarft þess og átt eft­ir að geta lifað svo vel og vera á rétt­um stað á rétt­um tíma.

Þú kynn­ist nýju fólki sem hef­ur áhrif, greiðir þér leið og hjálp­ar þér við þau mál sem þú þarft að leysa. Það er svo mik­il ástríða á næstu mánuðum og þú geisl­ar af þeirri orku, elskaðu sjálf­an þig af öll­um mætti því þá færðu þann fé­laga sem elsk­ar þig og dáir á all­an veg, því á þess­um tíma áttu eft­ir að láta hjartað ráða för og gæf­an mun brosa við þér.

Það eru æv­in­týri að ger­ast, þú munt taka þátt í þeim og svo sann­ar­lega sjá allt það dá­sam­lega sem lífið ætl­ar að færa þér, hlúðu vel að snill­ingn­um sem býr innra með þér og raðaðu í kring­um þig því fólki sem kem­ur með kraft já­kvæðninn­ar.

Knús & Koss,

Sigga Kling

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu