Kári myndaði Ali Tate Cutler á Íslandi

Ali Tate Cutler var mynduð á dögunum á Íslandi.
Ali Tate Cutler var mynduð á dögunum á Íslandi. Ljósmynd/Kári Sverriss

Kári Sveriss ljósmyndari fékk það verkefni að mynda ofurfyrirsætuna Ali Tate Cutler fyrir íslenska tískumerkið MTK. Hún er þekkt í tískuheiminum og var til dæmis fyrsta fyrirsætan sem nærfatamerkið Victoria's Secret réð til starfa í yfirstærð (ef fólk flokkar stærð 14 sem yfirstærð).

Natalie Hamzehpour farðaði Ali Tate Cutler fyrir myndatökuna en Hildur …
Natalie Hamzehpour farðaði Ali Tate Cutler fyrir myndatökuna en Hildur Sumarliðadóttir sá um hárið. Ljósmynd/Kári Sverriss

Cutler dvaldi á Íslandi í fjóra daga og fór Kári með henni í Friðheima, í Bláa Lónið og á Gullfoss og Geysi svo eitthvað sé nefnt ásamt Theodóru Elísabetu Smáradóttur eiganda MTK. Kári hefur unnið töluvert fyrir erlend tískutímarit og var því algerlega á heimavelli þegar hann myndaði Cutler. 

„Ali Tate Cutler er fyrirsæta í ofurstærð en hún var fyrsta fyrirsætan í tískuheiminum sem ráðin var til Victoria's Secret. Cutler hefur unnið sem fyrirsæta í nokkur ár og hefur unnið með mörgum flottum vörumerkjum og gengið tískupallana fyrir stór fatamerki. Hún er með yfir 165 þúsund fylgjendur á Instagram og er einnig áhrifavaldur. Ástæðan fyrir því að Cutler varð fyrir valinu er að hún stendur fyrir svo mikið af flottum hlutum. Hún er í yfirstærð en er upptekin af jákvæðri líkamsímynd. Hún heldur fyrirlestra úti um allan heim um hlýnun jarðar og okkur fannst hún passa við ímynd MTK. Hún er ekki bara falleg að innan heldur að utan líka og er erfitt að taka lélegar myndir af henni. Okkur fannst hún hafa þennan eiginleika að geta náð til allra. Það var auðvelt að vinna með henni, hún þekkir sjálfa sig vel og er örugg og fagleg á setti sem gerði okkar vinnu skemmtilegri og auðveldari,“ segir Kári þegar ég spyr hann um Cutler. 

Kári hefur myndað fyrir MTK síðan 2012 en fatamerkið hefur vaxið hratt síðustu ár. Línan er hönnuð af Theodóru Elísabetu Smáradóttur og er markmið hennar að draga fram það besta þegar kemur að líkama konunnar. 

„MTK „shapewear“-línan samanstendur af leggingsbuxum, íþróttabuxum, gallabuxum og samfestingum. Öll línan hefur þá sérstöðu að hennar meginmarkmið er að láta konum líða vel og móta fallegar línur þeirra. Línan er hugsuð fyrir konur sem vilja vera í flottum fatnaði sem passar við allt og í leiðinni móta fallegar línur sem konur geta verið stoltar af. Þegar Theodóra kom til mín með þessa hugmynd um að markaðssetja línuna erlendis og fá fræga fyrirsætu til landsins til að vera andlit línunnar þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um og sló til og svo hófst undirbúningurinn að velja rétta andlitið og flotta fyrirsætu sem hefur allt sem merkið stendur fyrir og meira til,“ segir Kári og bætir við: 

„Theodóra vildi að fyrirsætan fengi að upplifa Ísland og að kynnast okkur og merkinu þannig að Theodóra ákvað að fljúga henni inn til landsins þar sem ég myndaði hana hérlendis. Tökurnar fóru fram á einum degi en hún var hér í fjóra daga allt í allt og fórum við með hana á nokkra þekkta ferðamannastaði.“

Hér er Kári að mynda Cutler.
Hér er Kári að mynda Cutler.

Kári segir að ferlið að velja fyrirsætu í þetta verkefni hafi tekið nokkra mánuði.  

„Þar sem að þetta er verður auglýsingaherferð sem verður birt um allan heim að þá tók smá tíma að undirbúa þetta og púsla þessu öllu saman. Einnig var erfitt að að ná henni hingað í nokkra daga þar sem að hún bókuð langt fram í tímann,“ segir hann.  

-Hvað lærðir þú af þessu verkefni?

„Þakklæti og ég lærði helling af öllum sem komu að þessu verkefni. Má kannski segja að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og með góðri skipulagningu. Við erum mjög þakklát og ánægð að hafa unnið með topp fyrirsætu eins og Cutler. Hún vinnur ekki með hverjum sem er og hennar umboðsmaður passar hennar ímynd mjög vel og setur hana ekki í verkefni nema að það passi við hennar ímynd og að það muni hjálpa henni í hennar feril.“

MTK er þekkt fyrir leggingsbuxur sínar.
MTK er þekkt fyrir leggingsbuxur sínar.
Kári segir að það sé ekki hægt að taka lélega …
Kári segir að það sé ekki hægt að taka lélega mynd af Cutler. Ljósmynd/Kári Sverriss
Theodóra Elísabet Smáradóttir, Ali Tate Cutler og Kári Sverriss.
Theodóra Elísabet Smáradóttir, Ali Tate Cutler og Kári Sverriss.
Ragnar Sigurðsson kærasti Kára er hér með í för en …
Ragnar Sigurðsson kærasti Kára er hér með í för en hópurinn fór í Friðheima.
Kári Sverriss ljósmyndari og Ali Tate Cutler ofurfyrirsæta úti í …
Kári Sverriss ljósmyndari og Ali Tate Cutler ofurfyrirsæta úti í íslenskri náttúru.
mbl.is