Benedikt og Charlotte skilin að borði og sæng

Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving.
Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving. mbl.is/Styrmir Kári

Leikarahjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving eru skilin að borði og sæng samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Hjónin kynntust á Íslandi árið 1997 og eiga saman þrjár dætur. 

Benedikt og Charlotte hafa sett mikinn svip á listalífið á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Charlotte sagði frá því hvernig þau Benedikt kynntust í viðtali við Morgunblaðið árið 2002: 

„Allt í einu snaraði sér inn alveg hreint brjálaður maður og krafðist þess að Hilmir Snær færi með honum að gefa hestunum — klukkan tvö um nótt. Ég segi þér satt — það var stórhríð úti.“

— Og fór Hilmir Snær með honum?

„Já, og það sem meira er, áður en þeir fóru hafði honum tekist að fá gsm-númerið mitt!“ segir Charlotte og hristir brosandi höfuðið. „Benedikt var heldur ekkert að tvínóna við hlutina og hringdi í mig strax daginn eftir. Við hittumst og ég segi ekki meir ...“

Charlotte og Benedikt skrifuðust á í fjóra mánuði þar til Benedikt heimsótti Charlotte í Kaupmannahöfn sumarið 1997. Benedikt flutti síðan til Charlotte í Kaupmannahöfn í febrúar árið 1998.

mbl.is