Ráð fyrir einhleypa í sóttkví

Lena Dunham lumar á nokkrum hugmyndum fyrir þá sem eru …
Lena Dunham lumar á nokkrum hugmyndum fyrir þá sem eru einir í sóttkví. Mike Coppola

Leikkonan Lena Dunham er um þessar mundir í sjálfskipaðri sóttkví heima hjá sér. Hún er einhleyp og því ein í sóttkvínni. Hún segir að sér leiðist örsjaldan. Síðustu daga hefur hún hins vegar fengið fjölda skilaboða frá einhleypum vinum sínum sem leiðist. 

Dunham tók saman nokkur ráð fyrir þá sem eru einhleypir í sóttkví og deildi með fylgjendum sínum á Instagram. 

Hennar fyrsta ráð er að tala við vini sína á FaceTime og spyrja spurninga sem þið hafið kannski ekki spurt hvert annað áður. 

Hún mælir líka með að fólk finni langar greinar í fjölmiðlum sem það ætlaði alltaf að lesa en gaf sér ekki tíma í. 

Dunham mælir þá með að skipuleggja hvaða kvikmyndir og þætti fólk langar að sjá. Hún stingur upp á að stofna kvikmyndaáhugahóp með vinum sínum eða eitthvað sambærilegt. Nú sé líka réttur tími til að taka til í skápunum og flokka fötin.

„Prófaðu að halda sóttkvíar-dagbók. Framtíðarbörnin þín eða nemendur munu hafa áhuga á þessum tíma í framtíðinni og hvernig þú tókst á við hann,“ skrifar Dunham. 

 Fleiri ráð frá Dunham má finna í færslunni hér að neðan.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman