Láttu Dolly Parton létta þér lífið í samkomubanninu

GoodNight With Dolly er eitthvað sem aðdáendur hennar mega ekki …
GoodNight With Dolly er eitthvað sem aðdáendur hennar mega ekki missa af!

Hin dáða og dýrkaða Dolly Parton, konan með fallega brosið, gullröddina og risastóru brjóstin ætlar að leggja sitt af mörkum á tímum kórónuveirunnar. Ætlar þessi þjóðargersemi Bandaríkjanna og fallegasta dóttir Tennesse að lesa fyrir fólk á kvöldin. 

Um er að ræða konuna sem hefur skemmt okkur með lögunum Jolene, I Will Always Love You og 9-5. Nú skemmtir hún heimsbyggðinni ekki með söng heldur með því að lesa fyrir okkur. Um er að ræða 10 bóka myndbandaseríu sem fer í loftið 2. apríl kl. 18.00 að bandarískum tíma. Fyrsta bókin sem hún les heitir The Little Engine That Could. 

Fólk sem elskar drottningu Parton ætti ekki að láta þetta framhjá sér fara. Hægt er að finna þættina á Youtube, Facebook, Twitter og Instagram. 

Dolly Parton ætlar að lesa fyrir heimsbyggðina í splunkunýjum þáttum.
Dolly Parton ætlar að lesa fyrir heimsbyggðina í splunkunýjum þáttum. mbl.is/AFP
mbl.is