Gríma komin 36 vikur og ætlar að njóta páskanna með Skúla

Gríma Björg Thorarensen prýðir forsíðu Páskablaðs Morgunblaðsins.
Gríma Björg Thorarensen prýðir forsíðu Páskablaðs Morgunblaðsins. Ljósmynd/Saga Sig

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður prýðir forsíðu Páskablaðs Morgunblaðsins. Páskablaðið er fullt af áhugaverðu efni um hvernig þú getir notið páskanna í botn. Þegar Gríma er spurð út í sína páska segir hún að páskarnir verði rólegir. 

„Þeir verða að öllum líkindum rólegir og notalegir. Við verðum annaðhvort heima eða förum í sveitina, njótum þess að vera saman, spilum og borðum góðan mat en mér finnst fátt skemmtilegra en að elda góðan mat.“

Gríma segir að hún sé ekki með fastar hefðir þegar kemur að páskunum, aðrar en þær að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

„Við höfum verið dugleg að nýta páskana í ferðalög en það verður notalegt að vera heima í ár.“

Áttu eitt gott ráð fyrir landsmenn á þessum tíma?

„Að við njótum þess að hægja á okkur, hlúum að okkur og fjölskyldunni og hlýðum yfirvöldum sem eru að standa sig svo frábærlega. Núna er líka rétti tíminn til þess að gera hlutina sem hafa setið lengi á hakanum hvort sem það er að taka til í bílskúrnum, lesa bók eða taka upp nýtt/gamalt áhugamál. Ég hef sem dæmi verið að prufa mig áfram í súrdeigsbakstri og haft virkilega gaman af.“

HÉR getur þú lesið Páskablað Morgunblaðsins. 

Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is