Ætlar að eiga stund með konunni

Rúnar Freyr Gíslason ætlar að hafa það gott um páskana.
Rúnar Freyr Gíslason ætlar að hafa það gott um páskana.

Rúnar Freyr Gíslason leikari ætlar að njóta páskanna og leggja sig fram um að láta öðrum líða vel. 

„Ég ætla að reyna að hugsa meira um aðra en sjálfan mig. Það er lykilatriðið í mínum huga. Það tekst ekki alltaf en ég held þó áfram að reyna. Ég mun kveikja á kertum og eiga stund með konunni minni. Eins ætla ég að hlusta á gott hlaðvarp. Nú eru Heimskviður á Rás 1 og Saga Pink Floyd sem vinur minn Ólafur Teitur Guðnason gerði fyrir mörgum árum. Það finnst mér frábært efni. Eins ætla ég að fara í göngutúr, þakka síðan reglulega fyrir mig og óska öðrum alls hins besta – með því að biðja. Eins mun ég leggja mig fram um að sjá það jákvæða í öllu fólki. Sem tekst ekki alltaf en ég reyni. Að fara í kalt bað verður ofarlega á lista og að fara á róló með litlu börnin mín. Síðan mun ég syngja og spila á gítar, lesa bækur og hlusta á hjóðbækur. Ég er sannfærður um að þetta verður æðislega góður tími,“ segir Rúnar Freyr. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »