Kærastinn elti Ásdísi Rán til Búlgaríu

Ásdís Rán Gunnarsdóttir einkaþjálfari, ísdrottning og þyrluflugmaður.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir einkaþjálfari, ísdrottning og þyrluflugmaður.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir einkaþjálfari og ísdrottning flutti til Sofiu í Búlgaríu í febrúar. Nú er kærastinn, Jóhann Wium, fluttur út til hennar. Allavega tímabundið. 

Parið naut páskanna saman í Sófíu enda er vorið komið þangað. Grasið er orðið grænt og trén farin að blómstra. 

Jóhann er athafnamaður en hann rekur fyrirtækið sprell.is sem leigir út hoppkastala og tívolítæki. Parið hnaut hvort um annað 2013 og hefur síðan þá verið í slitróttu sambandi.

Nú hafa þau hins vegar náð saman á nýjan leik og er hann kominn til hinnar sólríku Búlgaríu þar sem allt er betra.

View this post on Instagram

Wish you health & Happy Easter from Sunny Bulgaria 🌞🌼🐣 #saveathome #easter #springtime

A post shared by IceQueen Official ~ Ásdís Rán (@asdisran) on Apr 12, 2020 at 9:42am PDT

mbl.is