Jennifer Lopez á sér tvífara í geggjuðu formi

Jennifer Lopez til vinstri og Janice Garay til hægri.
Jennifer Lopez til vinstri og Janice Garay til hægri. Samsett mynd

Líkamsræktarþjálfarinn Janice Garay hefur hlotið óvenju mikla athygli síðustu daga en hún þykir vera einstaklega lík stórstjörnunni Jennifer Lopez. 

Garay, betur þekkt sem Jay from Houston, er fyrrverandi keppandi í módelfitness og líkamsræktarþjálfari. Hún er með yfir 220 þúsund fylgjendur á Instagram.

Margir hefðu talið eftir hálfleikssýningu Ofurskálarinnar fyrr á árinu að það væri erfitt að vera í betra formi en Lopez, en tvífari hennar virðist vera í enn betra formi en hún. 

Jennifer Lopez í ræktargallanum.
Jennifer Lopez í ræktargallanum. skjáskot/Instagram
Janice Garay í ræktargallanum.
Janice Garay í ræktargallanum. skjáskot/Instagram
mbl.is