Vonast til að selja bílinn upp í leigu

Sólveig hefur vakið athygli um víða veröld fyrir boðskap sinn …
Sólveig hefur vakið athygli um víða veröld fyrir boðskap sinn og hugmyndir. mbl.is/Styrmir Kári

Jóga­stöðin Sól­ir fagnaði fimm ára af­mæli sínu nýverið og sagðist eigandinn, Sól­veig Þór­ar­ins­dótt­ir, vera bæði stolt og hrygg þann dag. Stolt af góðu starfi en hrygg yfir fjár­hagserfiðleik­um stöðvar­inn­ar. 

Smartland flutti frétt um málið þar sem farið var yfir stöðu mála og hvernig aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar hjálpi að sögn Sólveigar, Sólum ekki. 

Nú geta stuðningsaðilar jógastöðvarinnar heldur betur lagt sitt að mörkum, þar sem boðið er upp á Sólarbílinn til sölu, upp í leiguskuldina. 

„Þrátt fyr­ir all­an sam­sköp­un­ar­mátt okk­ar og vilja er morg­un­ljóst að það þarf krafta­verk til að kom­ast í gegn­um þetta.“

Hægt er að styðja við Sólir með því að kaupa …
Hægt er að styðja við Sólir með því að kaupa Sólar bílinn. Andvirði hans verður notað upp í leiguna.
mbl.is