Sigga Kling er komin í brúðardressið og er tilbúin fyrir ástina

Sigga Kling segir að maí verði frábær mánuður! Hún er …
Sigga Kling segir að maí verði frábær mánuður! Hún er komin í brúðargallann og er tilbúin þegar hinn eini sanni finnst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spákonan Sigga Kling kom í heimsókn til Smartlands og ræddi örlítið um maíspána sem birtist inni á vefnum á laugardaginn. Þegar Sigga var spurð að því hvort hún væri ekki bara að fara að bjóða upp á einhverja neikvæðni sagði hún svo ekki vera. 

„Við getum verið þung yfir öllu, en við getum ákveðið að vera hress yfir því sem við höfum,“ segir Sigga. 

Hún var fallega klædd þegar hún mætti, í hvítum blúndubuxum við blúndubol og blúnduermar. Þegar hún var spurð að því hvort hún væri komin í brúðardressið sagði hún það ekki fjarri lagi því hún væri komin á giftingaraldur. Það væri hennar markmið að ganga út á þessu ári. 

„Maður þarf að búast við að hlutirnir gerist. Fyrir þær sem vilja ganga út þá er bara að kaupa kjólinn og vera reddí í dressinu. Karlar eru alltaf í tölvunni og þess vegna þurfa konur að hafa frumkvæði,“ sagði hún í viðtali á Instagram-síðu Smartlands. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndbandið.  

View this post on Instagram

Á laugardaginn birtist maíspá Siggu Kling í Sunnudagsmogganum og á Smartlandi.

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 30, 2020 at 8:14am PDT

mbl.is