Fjölskylda Dorritar á meðal þeirra ríkustu

Dorrit Moussaieff á mjög ríka fjölskyldu.
Dorrit Moussaieff á mjög ríka fjölskyldu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nýr listi The Times yfir ríkasta fólk í Bretlandi var birtur um helgina. Segja má að fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, sé á listanum þar sem í sæti 361 er Alisa Moussaieff og fjölskylda. Alisa Moussaieff er móðir Dorritar Moussaieff

Auðæfi Alisu Moussaieff og fjölskyldu hennar eru metin á 363 milljónir punda en á gengi dagsins í dag eru það rúmlega 64 milljarðar íslenskra króna. Í úttekt The Times kemur meðal annars fram hversu umsvifamikil Moussaieff-fjölskyldan er í skartgripasölu. Í fyrra seldi fjölskyldan meðal annars bleikan demantshring hjá uppboðshúsinu Christie's í Hong Kong fyrir 5,82 milljónir punda. 

Alisa Moussaieff er níræð en faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff, lést fyrir nokkrum árum. Dorrit á tvær systur.

mbl.is