Frú Beckham notar þetta krem

Victoria Beckham notar Weleda Skin Food kremið.
Victoria Beckham notar Weleda Skin Food kremið.

Victoria Beckham er stödd á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Hún er í heimsókn hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni og Kristínu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Það eru fáar konur sem hafa verið jafnmikið í fjölmiðlum og frú Beckham enda náði hún einhvern veginn að fara úr því að vera í vinsælustu stelpuhljómsveit heims, Kryddpíunum, sem átti 20 ára afmæli í gær, í það að verða virtur fatahönnuður. 

Hér talar Victoria Beckham um Weleda Skin Food.
Hér talar Victoria Beckham um Weleda Skin Food.

Þegar þekktar konur eru annars vegar viljum við hinar venjulegu guggurnar vita allt. Við viljum vita hvað þær gera við húðina á sér til að halda sér unglegum, hvaða sjampó þær nota, hvaða farða, hvaða maskara, hvaða augnskugga, kinnalit og augnblýant. Og svo viljum við náttúrlega vita hvað þær borða - nú eða borða ekki. 

Það er ekki hægt að svara öllum þessum spurningum hér en það hefur þó margoft komið fram að frú Beckham notar Weleda Skin Food-kremið. Um er að ræða mjög gott rakakrem sem nærir húðina og viðheldur ferskleika hennar. Kremið er á frekar góðu verði en það kostar um 2400 kr. 

Weleda Skin Food-kremið gefur mjög vel þegar húðin þarf þetta „auka“. Það er líka gott á hendurnar, fæturna, á þurrkbletti, exem og útbrot. 

Frú Beckham er ekki eina þekkta konan sem hefur notað kremið því Adele notar það og líka Júlia Roberts, hönnuðurinn Tory Burch og Rihanna.

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AFP
mbl.is