Með farða eins og konurnar

Joaquin Phoenix fór í smá förðun fyrir Óskarinn.
Joaquin Phoenix fór í smá förðun fyrir Óskarinn. AFP

Leik­ar­inn Joaquin Phoenix leit vel út þegar hann tók á móti Óskarsverðlaununum um síðustu helgi. Phoenix sýndi ekki alveg náttúrulegt útlit á verðlaunahátíðinni þar sem hann notaði farða til að fríska upp á útlitið að því er fram kemur á vef GQ

Mikið er fjallað um farða kvennanna en karlarnir eru einnig með farða, að minnsta kosti Phoen­ix. 

David Cox sá um að leikarinn liti sem best út. Segir Cox að Phoenix sé með það góða húð. Hann notaði þó hyljara til þess að fela rauða bletti og dökk svæði. Segir hann hyljarann góða leið til þess að fela þessi svæði án þess að þekja alveg náttúrulegt útlit hans. Í stað þess þekja leggur Cox áherslu á að mýkja. Yfir hyljarann setti Cox púður á leikarann. 

Cox notaði hyljara og púður frá snyrtivörumerkinu EX1.

Joaquin Phoenix var með hyljara frá snyrtivörumerkinu EX1.
Joaquin Phoenix var með hyljara frá snyrtivörumerkinu EX1. Ljósmynd/ex1cosmetics
Joaquin Phoenix.
Joaquin Phoenix. AFP
mbl.is