Haldið ykkur fast! Dior er á leið til Íslands

Franska tískuhúsið Dior var stofnað í Frakklandi 1946. Tískuhúsið er þekkt fyrir hátískufatnað sinn og fylgihluti en það sem við venjulegu konurnar höfum efni á frá merkinu eru snyrtivörur, ilmir og húðvörur. 

Nú er Dior á leið til landsins og mun snyrtivörulínan verða fáanleg hérlendis frá og með næstu mánaðamótum. Ein frægasta snyrtivara Dior frá upphafi er rauði varaliturinn sem er númer 999 og Jadore-ilmurinn. Hvort tveggja er eitthvað sem hver kona ætti að geta gripið í þegar mikið stendur til eða bara til þess að hressa upp á daufan hversdagsleika. 

Línan er hönnuð af Peter Philips, Creative and Image Director hjá Dior Makeup.

Hann sækir innblásturinn í tónlistina, poppið og kúltúrinn í kringum tónlistarheiminn. Það sem einkennir línuna eru bleikar kinnar, glossaðar varir, ljómandi húð og bjartir litir sem poppa upp lúkkið. Einnig fylgja línunni naglalökk í björtum litum sem fullkomna heildarlúkkið. Fólk sem elskar glossaðar varir, bleikan lit og svolítið stuð ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Augnskuggapallettan er guðdómlega falleg.
Augnskuggapallettan er guðdómlega falleg.
Rauðar varir og bleikar neglur. Er það ekki eitthvað?
Rauðar varir og bleikar neglur. Er það ekki eitthvað?
Þessi skygging er heillandi.
Þessi skygging er heillandi.
Lína Dior verður fáanleg um næstu mánaðamót í verslunum Lyfja …
Lína Dior verður fáanleg um næstu mánaðamót í verslunum Lyfja & heilsu í Kringlunni og Hagkaup í Smáralind.
mbl.is