Stutt, styttra og styst

Bella Hadid í grænum stuttum kjól úr haust- og vetrarlínu …
Bella Hadid í grænum stuttum kjól úr haust- og vetrarlínu Versace. AFP

Donatella Versace sýndi haust- og vetrartískuna fyrir árið 2020 í Mílanó um síðustu helgi. Það var ekki margt í línunni sem minnti á íslenskan vetur að minnsta kosti en síddin á pilsunum og kjólunum var ekki mikil. 

Heitustu fyrirsæturnar í heiminum í dag, Kendall Jenner, Kaia Gerber og Hadid-systurnar Gigi og Bella sýndu flíkurnar. Flestar voru flíkurnar stuttar en jakkar og peysur voru af stærri gerðinni og mátti sjá herðapúða í aðalhlutverki. 

Inn á milli mátt sjá svartar flíkur en fallegir litir og skemmtileg munstur voru meðal annars á tískupallinum. 

Kendall Jenner í silfruðum stuttum kjól.
Kendall Jenner í silfruðum stuttum kjól. AFP
Kendall Jenner.
Kendall Jenner. AFP
Kaia Gerber í stuttum kjól og gervipels.
Kaia Gerber í stuttum kjól og gervipels. AFP
Kendall Jenner í fötum sem minntu á skólabúning.
Kendall Jenner í fötum sem minntu á skólabúning. AFP
Fyrirsæta í skemmtilegu tvöföldu pilsi, stuttu og millisíðu.
Fyrirsæta í skemmtilegu tvöföldu pilsi, stuttu og millisíðu. AFP
Kaia Gerber í kjól eða jakka?
Kaia Gerber í kjól eða jakka? AFP
Adut Akech í litríkum fötum.
Adut Akech í litríkum fötum. AFP
Bleik dragt.
Bleik dragt. AFP
Undir svörtu kápunni glittir í bleikt pils.
Undir svörtu kápunni glittir í bleikt pils. AFP
Gigi Hadid.
Gigi Hadid. AFP
mbl.is