Katrín kemur hárböndum aftur í tísku

Hárbandið er úr Zöru.
Hárbandið er úr Zöru. AFP

Katrín hertogaynja af Cambrigde er alltaf smart í tauinu. Sumum finnst hún stundum frekar gamaldags og íhaldssöm en Katrín hefur síðastliðið árið reynt að gera fatastíl sinn nútímalegri.

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins eru stödd á Írlandi um þessar mundir. Í vikunni skartaði Katrín einstaklega fallegu svörtu hárbandi. Tiltekið hárband er til sölu í Zara og hefur hún áður verið með það. Það var á viðburði í nóvember. 

Í skírn Archie litla, sonar Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju, skartaði Katrín einstaklega fallegu rauðbleiku hárbandi.

Það er greinilegt að Katrín er hrifin af hárböndum enda fara þau henni einstaklega vel. 

Hárbönd fara hertogaynjunni einstaklega vel.
Hárbönd fara hertogaynjunni einstaklega vel. AFP
Katrín tók af sér hárbandið um kvöldið og skellti sér …
Katrín tók af sér hárbandið um kvöldið og skellti sér í annan grænan kjól. AFP
Katrín í skírn Archie í fyrra.
Katrín í skírn Archie í fyrra. Samsett mynd
mbl.is