Fóru ekki fram hjá neinum í eldrauðu

Meghan og Harry klæddust rauðu.
Meghan og Harry klæddust rauðu. AFP

Harry og Meghan mættu óaðfinnanleg á tónleika í Royal Albert Hall í London á laugardagskvöldið. Hertogahjónin af Sussex sinna nú síðustu embættisskyldum sínum áður en þau hætta formlega störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna í lok mars. 

Klæðnaður þeirra sýndi að þau ætluðu að láta taka eftir sér og fóru rauð föt þeirra ekki fram hjá öðrum gestum. Harry var í einkennisbúningi breska sjóhersins á meðan Megahn var í fallegum hönnunarkjól sem greinilega var valinn út frá fötum Harrys. 

Kjóll Meghan er frá breska merkinu Safiyaa. Á heimasíðu merkisins kostar kjóllinn 1.497 evrur eða um 217 þúsund íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Við kjólinn var hún í rauðum hælaskóm frá Aquazzura og með rautt satínveski frá Manolo Blahnik. 

Hjónin voru í stíl.
Hjónin voru í stíl. AFP
Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is