Hætta að bjóða upp á förðun vegna veirunnar

Fyrirtækið Terma sem flytur inn snyrtivörur frá Urban Decay hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á förðun á meðan kórónuveiran geisar. 

„Í ljósi smithættu Covid-19 höfum við tímabundið ákveðið að taka ekki við bókuðum förðunum eða bjóða upp á einstaklingsförðunarráðgjöf í Urban Decay í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Kringlu. Við höfum hagsmuni viðskiptavina og starfsfólks okkar í fyrirrúmi og vonum að okkur verði sýndur skilningur á þessu.

Við tökum vel á móti öllum viðskiptavinum okkar á hefðbundnum afgreiðslutíma í Hagkaup Kringlu og Hagkaup Smáralind,“ segir í tilkynningu frá Urban Decay á Íslandi.

mbl.is