Sér ekki eftir gallafatnaðinum

Britney Spears og Justin Timberlake í gallafötunum eftirminnilegu.
Britney Spears og Justin Timberlake í gallafötunum eftirminnilegu. mbl.is/ROSE PROUSER

Fá föt hafa vakið jafn mikla athygli á rauða dreglinum og gallaklæðnaður tónlistarparsins fyrrverandi Justins Timberlakes og Britney Spears. Mörgum þykir fötin heldur hallærisleg en Timberlake viðurkennir ekki í nýjum hlaðvarpsþætti að hann sjái eftir því að hafa klæðst fötunum.  

Timberlake sér eftir ýmsu frá tímanum í strákasveitinni *NSYNC. Honum finnst þó ekki galladressið sem hann og Spears klæddust fyrir 19 árum vera svo slæmt. Hann segir fólk geta litið út fyrir að vera svalt í þessum fötum í dag. Þáttastjórnandinn tekur undir með Timberlake og bendir á að gallaefni við gallaefni sé vinsæl samsetning á fötum í dag. 

„Þú gerir alls konar vitleysu þegar þú ert ungur og vitlaus,“ sagði Timberlake í viðtalinu. Söngkonan Britney Spears hefur áður greint frá því að það hafi verið hennar hugmynd að klæðast í stíl við kærastann á rauða dreglinum. 

Britney Spears og Justin Timberlake.
Britney Spears og Justin Timberlake. mbl.is/ROSE PROUSER
mbl.is