Farðaðu þig eins og fyrirsætur Chanel

Á sýningu Chanel voru þrjár mismunandi farðanir á fyrirsætunum.
Á sýningu Chanel voru þrjár mismunandi farðanir á fyrirsætunum. Chanel/Benoît Peverelli

Í desember á ári hverju fer fram Métiers d'Art-sýning Chanel þar sem list er í hávegum höfð. Mikil eftirvænting ríkti á síðustu sýningu þar sem nýr yfirhönnuður Chanel, Virginie Viard, var tekin við stjórn af Karl Lagerfeld. Eftirsóttustu fyrirsætur heims gengu á sýningarpallinum en við fengum að skyggjast á bak við tjöldin þar sem Lucia Pica, listrænn stjórnandi förðunar hjá Chanel, lék listir sínar. Hér segir hún frá þeim þremur förðunum sem sáust á andlitum fyrirsætanna og hvaða vörur voru notaðar.

Chanel/Benoît Peverelli

Húðin undirbúin og fyllt raka

Áður en förðunarvörur voru notaðar var húð fyrirsætanna undirbúin með sérlega rakagefandi húðvörum. Fyrst var Chanel Hydra Beauty Micro Serum borið á hreina húðina en þetta er öflugur rakagjafi sem byggir á einstakri tækni og náttúrulegum innihaldsefnum. Chanel Hydra Beauty Gel Yeux var borið á augnsvæðið en þetta er kælandi augngel sem, líkt og serumið, veitir húðinni mikinn raka. Að lokum var Chanel La Solution 10 borið yfir alla húðina en þetta er einstakt andlitskrem sem inniheldur eingöngu 10 innihaldsefni. Formúlan er laus við öll óæskileg efni og inniheldur ekki ilmefni. 

Chanel Hydra Beauty Micro Sérum.
Chanel Hydra Beauty Micro Sérum.
Chanel La Solution 10.
Chanel La Solution 10.

Léttur farði og náttúruleg ásýnd

Grunnurinn að góðri förðun er vissulega jöfn ásýnd húðarinnar. Chanel Les Beiges Water-Fresh Tint var borinn á allt andlitið en þetta er mjög léttur og rakagefandi farði. Næst voru Chanel Palette Essentielle og Le Correcteur de Chanel notað til að hylja misfellur og jafna litatón húðarinnar. Að lokum var Chanel Poudre Universelle Libre borið á þau svæði sem þurfti að matta, til dæmis T-svæði andlitsins.

Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Les Beiges Water-Fresh Tint.
Chanel Les Beiges Water-Fresh Tint.
Chanel Le Correcteur de Chanel.
Chanel Le Correcteur de Chanel.
Chanel Palette Essentielle í litnum Beige Médium.
Chanel Palette Essentielle í litnum Beige Médium.
Chanel Poudre Universelle Libre.
Chanel Poudre Universelle Libre.

Fyrsta förðunin

Lucia Pica segist hafa viljað skapa samblöndu karlmannslegrar og kvenlegrar ásýndar í fyrstu förðuninni. Til að fá aukinn ljóma var Chanel Baume Essentiel notað yfir augnlok en þetta er litlaust ljómastifti sem nota má á ýmsan hátt í förðun. Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Powder í lit númer 50 var notað sem sólarpúður og til að toppa förðunina voru varirnar mótaðar með Chanel Le Crayon Lévres í lit Beige Naturel (156) og svo var Chanel Rouge Coco Gloss í lit Aphrodite (792) borið yfir þær. 

Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Baume Essentiel (Transparent).
Chanel Baume Essentiel (Transparent).
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Powder (50).
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Powder (50).
Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Le Crayon Lévres (156 Beige Naturel).
Chanel Le Crayon Lévres (156 Beige Naturel).
Chanel Rouge Coco Gloss (792 Aphrodite).
Chanel Rouge Coco Gloss (792 Aphrodite).

Önnur förðunin

Í annarri förðuninni var áhersla lögð á augun með silfurlituðum augnskugga þar sem Chanel Les 4 Ombres-augnskuggapallettan í litnum Modern Glamour (334) var notuð. „Þessi förðun hefur svalt og minimalískt yfirbragð í anda 10.áratugarins,“ bendir Pica á. Chanel Le Volume Revolution De Chanel-maskarinn var notaður á augnhárin og Chanel Palette Essentielle var notuð á kinnar.  

Chanel/Benoît Peverelli
Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Les 4 Ombres (334 Modern Glamour).
Chanel Les 4 Ombres (334 Modern Glamour).
Chanel Le Volume Revolution De Chanel.
Chanel Le Volume Revolution De Chanel.

Þriðja förðunin

Þriðja förðunin var fáguð og kvenleg þar sem varirnar voru fullkomlega mótaðar með vínrauðum lit og glossaðri áferð. „Fyrst mótaði ég varirnar með Chanel Le Crayon Levres í litnum Brun Carmin (188). Næst notaði ég Chanel Rouge Allure Velvet Extreme í litnum Rouge Obscur (130) og yfir þar notaði ég Chanel Rouge Coco Gloss í litnum Epique (772) til að dýpka litinn og gera hann ákafari,“ útskýrir Pica. Á augun notaði hún Chanel Baume Essentiel til að fá aukinn ljóma og Chanel Le Volume Revolution De Chanel-maskarinn notaður á efri augnhárin eingöngu. Á kinnarnar var Chanel Joues Contraste í litnum Quintessence (440) notaður. 

Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Le Crayon Lévres (188 Brun Carmin).
Chanel Le Crayon Lévres (188 Brun Carmin).
Chanel Rouge Allure Velvet Extreme (130 Rouge Obscur).
Chanel Rouge Allure Velvet Extreme (130 Rouge Obscur).
Chanel/Benoît Peverelli
Chanel Rouge Coco Gloss (772 Epique).
Chanel Rouge Coco Gloss (772 Epique).
Chanel Joues Contraste (440 Quintessence).
Chanel Joues Contraste (440 Quintessence).

Uppáhaldsförðunarvara stjórnandans

Aðspurð, hver uppáhaldsförðunarvara hennar sé, nefnir Pica nýlega vöru frá Chanel. „Baume Essentiel í litnum Transparent nota ég mikið. Þetta er fullkomin formúla til að fá glossaðri ásýnd á augnlokin og eykur ferskleika förðunarinnar. Þetta ljómastifti veitir ljóma sem virkar eðlilegur,“ segir Pica. Chanel Baume Essentiel er kremkennt stifti sem skapar eilítið glossaða ásýnd og ljóma án þess að glimmer sé sjáanlegt. Þannig má nota þessa förðunarvöru undir eða yfir farða á hæstu punkta andlitsins, eða augnlok eins og Pica gerir, til að gera húðina meira ljómandi og frísklegri. 

Lucia Pica, listrænn stjórnandi förðunar hjá Chanel, segir Baume Essentiel …
Lucia Pica, listrænn stjórnandi förðunar hjá Chanel, segir Baume Essentiel vera eina af uppáhaldsförðunarvörunum sínum. Chanel/Benoît Peverelli
mbl.is