Augnskuggarnir sem allir geta notað

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er hrifin af náttúrulegum litatónum í augnförðun.
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er hrifin af náttúrulegum litatónum í augnförðun. AFP

Nýverið kom japanska snyrtivörufyrirtækið Sensai með nýjar vörur sem auðvelt er að nota til að móta og skerpa augnumgjörðina. Augnskuggapalletturnar eru mjög auðveldar í notkun og óhætt er að segja að allir ættu að geta notað þær. Samhliða þeim koma tvær gerðir af augnlínufarða ásamt nýjum litum af augabrúnablýöntum merkisins. 

Sensai Eye Colour Palette 

Nýju augnskuggapallettur Sensai koma í fjórum mismunandi litasamsetningum, þær einkennast þó af náttúrulegum litatónum sem fara vel við allt. Ljósasti liturinn er borinn yfir allt augnlokið til að skapa hreinan grunn sem jafnar húðlit og dregur úr þreytumerkjum með litaleiðréttandi eiginleikum sínum. Næst notarðu dekkri litatónana til að móta og skerpa ásýnd augnanna. Formúlan er sérlega auðveld í notkun, púðuragnirnar fínlegar og blandast fyrirhafnarlaust á augnlokinu. Auðkenni Sensai, silki, er að sjálfsögðu á sínum stað í formúlunni og veitir aukna mýkt. 

Sensai Eye Colour Palette í litnum Shiny Foliage (01).
Sensai Eye Colour Palette í litnum Shiny Foliage (01).
Sensai Eye Colour Palette í litnum Night Sparkle (02).
Sensai Eye Colour Palette í litnum Night Sparkle (02).
Sensai Eye Colour Palette Petal Dance (03).
Sensai Eye Colour Palette Petal Dance (03).
Sensai Eye Colour Palette í litnum Frosty Twilight (04).
Sensai Eye Colour Palette í litnum Frosty Twilight (04).

Sensai Lasting Eyeliner Pencil

Nýr augnlínufarði sem byggir á langvarandi gelformúlu og er mjög mjúkur. Þannig togarðu aldrei augnlokið til, formúlan einfaldlega rennur yfir augnlínuna. Lasting Eyeliner Pencil kemur í tveimur litum: svörtum og dökkbrúnum. 

Sensai Lasting Eyeliner Pencil.
Sensai Lasting Eyeliner Pencil.

Sensai Designing Liquid Eyeliner

Fljótandi augnlínufarði sem kemur í tveimur litum: svörtum og dökkbrúnum. Hægt er að kaupa áfyllingar á augnlínufarðann sem er bæði hagstætt fyrir peningaveskið og náttúruna en áfyllingin kemur með nýjum bursta þar að auki. 

Sensai Designing Liquid Eyeliner.
Sensai Designing Liquid Eyeliner.

Sensai Styling Eyebrow Pencil 

Nýir litir eru komnir í augabrúnablýöntum Sensai og sem fyrr er hægt að kaupa fyllingu í þá. Rúnaður toppur augabrúnablýantsins auðveldar mótun brúnanna en formúlan er mjúk og púðurkennd. Þannig virka augabrúnirnar þéttari og náttúrulegri. 

Sensai Styling Eyebrow Pencil.
Sensai Styling Eyebrow Pencil.
mbl.is