Hárgreiðslumaður Meghan kjaftar frá

George Northwood sá um hár Meghan þegar hún gekk að …
George Northwood sá um hár Meghan þegar hún gekk að eiga Harry Bretaprins. AFP

Hárgreiðslumaðurinn George Northwood steig framn 31. mars, sama dag og hertogahjónin Harry og Meghan hættu konunglegum skyldum sínum. Í tvö ár hefur Northwood sýnt Meghan trúnað með þagmælsku sinni. Í viðtali við breska Vogue eftir að hann deildi nokkrum myndum af hárgreiðslum Meghan á Instgram sagði hann það hafa verið jákvæða reynslu að vinna með Meghan. 

Northwood segist hafa hitt Meghan fyrst í febrúar 2018 en þá var hún að leita að hárgreiðslumanni. Northwood segir þau hafa strax náð saman og svo fór að hann greiddi Meghan þegar hún gekk í hjónaband með Harry Bretaprins í maí sama ár. Meghan útskýrði fyrir hárgreiðslumanninum að hún væri bara stelpa frá Kaliforníu. 

Meghan með hárið slegið. Mjög oft greiddi George Northwood hárið …
Meghan með hárið slegið. Mjög oft greiddi George Northwood hárið upp. AFP

Afslappaður hnútur (e. messy bun) er eitt af aðalsmerkjum Meghan og var hún meira að segja með þannig hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn. Northwood sagði hárgreiðsluna hafa orðið til þegar þau voru að finna hárgreiðslu sem væri bæði formleg og fylgdi reglum konungsfjölskyldunnar en um leið nútímaleg.

Meghan var með mjög afslappaða hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn. Hér eru …
Meghan var með mjög afslappaða hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn. Hér eru hún og Harry á leið í kvöldveislu. AFP

„Við vildum hafa hárið uppsett af því að oft er það við hæfi að hafa hárið uppsett en við vildum ekki hafa það of formlegt. Við vildum alltaf hafa það betrumbætta ófullkomnun,“ sagði Northwood um afslappaða hnútinn. 

George Northwood fór með Meghan til Eyjaálfu og sá um …
George Northwood fór með Meghan til Eyjaálfu og sá um að greiða henni fyrir fjölda viðburða. AFP

Fljótlega eftir brúðkaup Meghan og Harry fór Northwood með nýbökuðu hjónunum í opinbera heimsókn til Eyjaálfu. Þar þurfti Meghan oft að koma fram í nýjum og nýjum klæðnaði með nýja hárgreiðslu. Northwood segir að þau hafi ákveðið allar hárgreiðslur út frá fatnaðinum sem var búið að skipuleggja með góðum fyrirvara. 

Hárgreiðslumaðurinn George Northwood birti meðal annars mynd af þessari hárgreiðslu …
Hárgreiðslumaðurinn George Northwood birti meðal annars mynd af þessari hárgreiðslu þegar hann talaði af sér. AFP

Vegna þess hversu miklum tíma þau vörðu saman urðu þau ágætis vinir. Segir hann að þau búi nú hvort í sínu landinu en hann segist þó vera duglegur að heyra í vinkonu sinni. 

George Northwood greiddi hár Meghan en leyfði því alltaf að …
George Northwood greiddi hár Meghan en leyfði því alltaf að vera lifandi. AFP
George Northwood sá um að greiða Meghan í eitt af …
George Northwood sá um að greiða Meghan í eitt af síðustu skiptunum sem hún sinnti konunglegum skyldum með Harry Bretaprins. AFP


„Aðferðin sem hún notaði til þess að nálgast hlutina er sú aðferð sem hin venjulega kona myndi nálgast hlutina. Hún er með mjög góðan smekk og hún vildi líta út fyrir að vera aðgengileg, jafnvel þó að hún væri prinsessa,“ sagði Northwood. 

View this post on Instagram

It has been an enormous privilege and a lot of fun working with the The Duke and Duchess of Sussex over the past two years. I have enjoyed every minute collaborating with this amazing couple who not only champion small businesses but have taught me so much about diversity, equality and the importance of good mental health. Here are a few of their many wonderful moments that I was honoured to be a part of. ⁣⁣ ⁣⁣ Harry, Meghan and Archie, wishing you much love and luck for your next exciting chapter! Can’t wait to see you one day soon - and so happy to now be able to share about our special time together 😘⁣⁣ ⁣⁣ ⁣⁣ #GeorgeNorthwood ⁣⁣ #TheDukeandDuchessofSussex⁣⁣ #MeghanandHarry ⁣

A post shared by George Northwood (@georgenorthwood) on Mar 31, 2020 at 9:50am PDT

mbl.is