Umhverfisvænir, vegan og virka

Woody Eye Liner frá GOSH eru bæði umhverfisvænir og langvarandi. …
Woody Eye Liner frá GOSH eru bæði umhverfisvænir og langvarandi. Fást t.d. í Hagkaup og Krónunni og kosta 1.299 kr.

Margir tengja danska snyrtivörumerkið GOSH við ofnæmislausar snyrtivörur en á síðasta ári fór fyrirtækið einnig að leggja áherslu á umhverfisvænar umbúðir. Dextreme Full Coverage Foundation frá GOSH var fyrsta snyrtivaran sem kom í umbúðum sem unnar voru úr 40% plasti sem hreinsað hafði verið úr hafinu. Í umbúðum hvers farða voru 10 plastpokar sem hreinsaðir voru upp úr hafinu. 

Ný vinnsluaðferð lykillinn

Áfram hélt GOSH að finna leiðir til þess að setja ilmefnalausar og vegan formúlur sínar í umhverfisvænni umbúðir. Það var ekki hlaupið að því að hanna langvarandi augnblýanta í umhverfisvænum umbúðum þar sem slíkar formúlur þurfa að vera í algjörlega loftþéttum umbúðum og hingað til hefur plast eingöngu gagnast. 

Þökk sé nýrri vinnsluaðferð er nú í fyrsta sinn hægt að setja langvarandi formúlu með öflugum innihaldsefnum í viðarumbúðir og er útkoman Woody Eye Liner frá GOSH. Viður er dýrmætt hráefni sem hvorki hefur neikvæð áhrif á fólk né umhverfi. Viðurinn sem er notaður er í augnblýantana er vottaður af The Sustainable Forestry Initiative (SFI), en það eru sjálfstæð samtök sem tryggja sjálfbærni í ræktun og framleiðslu á viði. 

Þrír mismunandi brúnir litatónar eru í boði af Woody Eye …
Þrír mismunandi brúnir litatónar eru í boði af Woody Eye Liner frá GOSH. Þeir eru fullkomnir til að skerpa augnumgjörðina á mjúkan hátt.

Langvarandi en henta þó viðkvæmum augum

Formúlan í augnblýöntunum er silkimjúk, ilmefnalaus, vegan og endist í allt að 18 klukkutíma á augunum. Hún er vatnsheld og inniheldur hátt hlutfall litarefna sem gefa hreinan og skarpan litatón. Í boði eru sex litir: klassískur svartur, þrír brúnir litatónar, grænn og blár. Þar sem ég er með viðkvæm augu hafa þessir augnblýantar hentað mér mjög vel og ég var sérstaklega hrifin af því að GOSH hafi verið með þrjá mismunandi brúna tóna. Formúlan er svo auðveld í notkun að ég hef einnig notað hana yfir allt augnlokið sem kremaugnskugga eða grunn fyrir augnskugga. 

Woody Eye Liner frá GOSH er unninn úr viði sem …
Woody Eye Liner frá GOSH er unninn úr viði sem er úr sjálfbærri framleiðslu og vottaður af SFI.

Nýjar augnskuggapallettur sem eru fjölbreyttar og vegan 

Samhliða nýju augnblýöntunum komu á markað Eyedentity-augnskuggapallettur frá GOSH í þremur mismunandi litasamsetningum. Litirnir eru sérlega fallegir, formúlan er vegan og eru augnskuggarnir blanda af möttum, ljómandi og metal-áferðum. Ég mæli með því að þið kynnið ykkur þær þegar þið kíkið á augnblýantana. 

GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 002 Be Humble.
GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 002 Be Humble.
GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 001 Be Honest.
GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 001 Be Honest.
GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 003 Be Happy.
GOSH Eyedentity augnskuggapalletta í lit 003 Be Happy.
mbl.is