Hefur farið 20 sinnum í varafyllingu

Andrea Ivanova er búin að fara í 20 varafyllingar.
Andrea Ivanova er búin að fara í 20 varafyllingar. skjáskot/Instagram

Hin 22 ára gamla Andrea Ivanova, sem gæti verið með einar stærstu varir í heimi, er búin að fara 20 sinnum í varafyllingu. Hún er þó ekki hætt og ætlar að halda áfram að láta stækka varir sínar.

Gefið var grænt ljós á lýtaaðgerðir í Los Angeles í Bandaríkjunum nú á dögunum en Ivanova segir að læknirinn hennar hafi beðið hana að bíða í tvo mánuði áður en hún fengi sér aftur varafyllingu. 

View this post on Instagram

💖💖😎😎

A post shared by Andrea Ivanova (@andrea.andrea345) on May 3, 2020 at 10:34am PDT

„Mér finnst varirnar mínar æðislegar, ég elska þær. Ég veit ekki hvort þær eru stærstu varirnar í heiminum, en þær eru með þeim stærstu, held ég,“ sagði Ivanova í viðtali við The Sun.

Svona leit Ivanova út áður en hún byrjaði að fara …
Svona leit Ivanova út áður en hún byrjaði að fara í varafyllingar. skjáskot
skjáskot/Instagram
mbl.is