Lærðu að fela „skallann“ eins og Auddi Blö

Auðunn Blöndal sýndi hvernig hann þykkti hárið í vikunni.
Auðunn Blöndal sýndi hvernig hann þykkti hárið í vikunni. skjáskot/Instagram

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal sýndi á dögunum hvernig hann náði að þykkja hár sitt og fela „skallann“. Auðunn notaði þurrsjampó með brúnum lit í en útkoman var hreint út sagt mögnuð og sást varla að Auðunn hafði verið nær sköllóttur í mörg ár.

Það er trix sem Baldur Rafn Gylfason hár­greiðslu­meist­ari og eig­andi bpro-hár­heild­söl­unn­ar hefur notað með góðum árangri lengi. 

Baldur segir að besta leiðin til að fela hverskonar hárleysi á höfðinu sé að nota þurrsjampó með lit. Auk þess notar Baldur sjampó og hárefni úr Energ­iz­ing-lín­unni frá Dav­ines til að fá meiri lyftingu í hárið. 

Í viðtali við Smartland í fyrra sýndi Baldur hvernig hann hugsar um hárið sitt og hvernig hann felur „skallann“. 

mbl.is