„Kona á aldrei nóg af förðunarburstum“

Rakel Orradóttir.
Rakel Orradóttir. Ljósmynd/Aðsend

Útvarpskonan og einkaþjálfarinn Rakel Orradóttir leggur mikið upp úr því að hugsa vel um húðina. Rakel sem heldur einnig úti hlaðvarpsþættinum Ástríðucastið ásamt Gerði Arinbjarnar kýs að hafa dagana sína sem fjölbreyttasta og nýtur þess að slaka á með góðan maska á andlitinu. 

„Mér finnst það einstaklega skemmtilegt að dúlla mér í því að hafa mig til, svo ef það er ekki sveittur ræktargalli þá er það helst skvísugallinn,“ segir Rakel um hvernig hún hugsar um útlitið sitt. 

Hvernig mál­ar þú þig dags­dag­lega?

„Ég mála mig á hverjum degi en er með frekar náttúrulega förðun hversdagslega, ekkert of mikið.“ 

En þegar þú ferð eitt­hvað spari?

„Mér finnst virkilega skemmtilegt að farða mig fyrir sparitilefni og getur það tekið mig alveg upp í klukkutíma þess vegna. Gerviaugnhár og „eyeliner“ fær að njóta sín ásamt fallegum gylltum tónum á augnlokunum.“ 

Rakel nýtur þess að dúlla sér við spegilinn þegar hún …
Rakel nýtur þess að dúlla sér við spegilinn þegar hún gerir sig til. Ljósmynd/Aðsend

Hvað tek­ur það þig lang­an tíma að gera þig til?

„Allt frá 15 mínútum upp í tvær klukkustundir ef ég er að dúlla mér við það að hafa mig til spari.“ 

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Ég hugsa að það hafi verið svona í kringum fermingaraldurinn. Hvítur augnblýantur inn í augnkrókana, blár maskari og þykkasti glæri gloss sem sögur fara af.“ 

Hvernig hugs­ar þú um húðina? 

„Húðin er stærsta líffærið okkar svo mér þykir það gríðarlega mikilvægt að hugsa vel um hana, númer eitt tvö og þrjú passa ég að drekka vel af vatni. Ásamt því nota ég Hydro Boost-línuna frá Neutrogena á andlitið og líkamann. Einu sinni til tvisvar í viku nota ég Hydro Boost Exfoliator sem djúphreinsar húðina, en á hverjum degi hreinsa ég húðina með Triple Micellar Water og næri hana svo með Hydro Boost Multivitamin Serum.“ 

Rakel notar Hydro Boost-línuna frá Neutrogena.
Rakel notar Hydro Boost-línuna frá Neutrogena.

Hvað ger­irðu til að dekra við þig?

„Mér finnst ótrúlega gott að setjast niður í rólegheitum eftir langan dag, með notalega tónlist, kertaljós og maska á andlitinu. Ég notaPure-Clay maskana frá L'Oréal.“

Maskinn Pure-Clay frá L'Oréal kemur að góðum notum.
Maskinn Pure-Clay frá L'Oréal kemur að góðum notum.

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrti­budd­unni?

„Góðan hyljara, ég nota FitMe frá Maybelline, létt sólarpúður, og góðan maskara, minn allra uppáhalsmaskari er gyllti Telescopic frá L'Oréal, svo finnst mér algjörlega nauðsynlegt að eiga góða blautklúta til þess að grípa í. Ég er með Hydro Boost-hreinsiklútana. 

Upp­á­halds­snyrti­vör­urn­ar?

„Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar snyrtivörur, svo það er mjög breytilegt hvað er uppáhalds, en oftast enda ég í L'Oréal-snyrtivörum, Bodyshop og NYX.“

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í snyrti­budd­una?

„Mig dreymir um að eignast glænýtt förðunarburstasett. Kona á aldrei nóg af förðunarburstum, er það nokkuð?“

mbl.is