Rakaði sig í fyrsta skipti í sjö ár

James Middleton með skegg og eftir að hann rakaði skeggið.
James Middleton með skegg og eftir að hann rakaði skeggið. Skjáskot/Instagram

James Middleton, bróðir Katrínar hertogaynju, tók upp á því að raka af sér skeggið í fyrsta skipti í heil sjö ár. Unnusta hans hafði aldrei séð Middleton skegglausan svo Middleton var að taka töluverða áhættu með rakstrinum. 

Middleton ætlaði að giftast unnustu sinni, Alizee Thevenet, í maí en brúðkaupið verður líklega eitthvað að bíða vegna kórónuveirufaraldursins. Skeggið fékk þó að fjúka og virtist unnusta Middleton vera í töluverðu uppnámi en þó ánægð þegar hún sá andlit unnusta síns loksins. Middelton var að vísu með meiri áhyggjur yfir því hvort hundarnir hans þekktu hann aftur. 

Systkinin Pippa og James Middleton vel rakaður árið 2012. Hann …
Systkinin Pippa og James Middleton vel rakaður árið 2012. Hann byrjaði að safna skeggi stuttu seinna. AFP

Middleton leit ekki út eins og skógarhöggsmaður áður en hann lét skeggið fjúka og hefur því líklega látið snyrta skegg sitt reglulega. Bróðir Katrínar hertogaynju er 33 ára og vakti fyrst heimsathygli skegglaus í brúðkaupi systur sinnar og Vilhjálms Bretaprins árið 2011. Þegar hin systir hans, Pippa Middleton, gifti sig árið 2017 var James Middleton með skeggið góða. Nú er spurning hvort hann safni aftur.

Systkinin Pippa og James Middleton árið 2018. James Middleton er …
Systkinin Pippa og James Middleton árið 2018. James Middleton er þarna búinn að vera safna skeggi í nokkur ár. AFP
View this post on Instagram

It’s been 7 years since I last shaved 🪒 so I decided to surprise Alizee...

A post shared by James Middleton (@jmidy) on May 11, 2020 at 9:17am PDT

mbl.is