Efnilegar stúlkur æfa sig í Úlfarsárdal (myndskeið)

Æfing hjá Framkonum á Úlfarsárvelli áður en samkomubannið var sett.
Æfing hjá Framkonum á Úlfarsárvelli áður en samkomubannið var sett. Ljósmynd/fram.is

Þær Kristín og Anna í áttunda flokki Fram og Guðrún í fimmta flokki leggja sig allar fram til að verða góðar í fótbolta.

Christopher Harrington, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram og yfirþjálfari yngri flokka, hefur birt nokkur myndskeið af ungum Framstúlkum að æfa sig með boltann, bæði á Framvellinum í Úlfarsárdal og heima hjá sér, og bendir á þær sem fyrirmyndir að því sem hægt er að gera þegar æfingar liggja niðri.mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman