Sýnir krökkum átta tækniæfingar með boltann

Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fótboltamaðurinn Ingólfur Sigurðsson hefur birt myndskeið þar sem hann sýnir átta tækniæfingar sem hentugar eru fyrir krakka til að æfa sig þar sem þau eru ein með bolta á meðan öll íþróttastarfsemi liggur niðri í landinu.

„Endilega deilið þessu með ungum leikmönnum sem þið þekkið og vilja verða betri,“ segir Ingólfur á facebooksíðu sinni og útskýrir æfingarnar sem hér segir en myndskeiðið er síðan fyrir neðan:

Halda á lofti
#1 Vinstri rist, vinstri læri, hægri læri, hægri fótur – og öfugt til baka
#2 Tvisvar vinstri rist, tvisvar hægri rist
#3 Innanfótar – vinstri og hægri til skiptis
#4 Innanfótar og utanfótar – nota betri fót

Knattrak
#5 Draga aftur fyrir sig með hægri, utanfótar vinstri, draga aftur fyrir sig með vinstri, utanfótar með hægri
#6 Utanfótar hægri, innanfótar hægri, utanfótar vinstri, innanfótar vinstri
#7 Saumavélin aftur á bak
#8 Utanfótar vinstri, draga til baka vinstri, utanfótar hægri, innanfótar hægri, draga til baka hægri

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman