KR-ingar sigruðu sjö úrvalsdeildarlið í vetur

KR og Valur eru þau lið sem náðu bestum árangri …
KR og Valur eru þau lið sem náðu bestum árangri á vetrarmótunum áður en allt var blásið af vegna kórónuveirufaraldsins. mbl.is/Árni Sæberg

Verða það KR, Valur og Breiðablik sem slást um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta þegar keppnistímabilið 2020 getur loks hafist? Geta KA-menn, Víkingar og Stjörnumenn gert sig gildandi í efri hluta úrvalsdeildarinnar?

Undirbúningstímabilið segir ekki alltaf alla söguna um hvernig liðin muni standa sig á komandi sumri en þessi niðurröðun á mögulegum liðum í efri hluta deildarinnar er alfarið byggð á því hvernig þeim gekk í vetrarmótunum, frá nóvember 2019 og fram í miðjan mars 2020.

Stóra spurningin er síðan hvaða áhrif yfirstandandi hlé vegna kórónuveirunnar hefur á liðin og mótið, og hvernig þau koma undan nýju undirbúningstímabili sem ekki var á dagskránni. Einhver þeirra gætu mögulega misst frá sér leikmenn af fjárhagsástæðum, þá helst erlenda.

Þegar úrslit vetrarleikja liðanna tólf sem skipa Pepsi Max-deild karla 2020 eru tekin saman kemur í ljós þessi uppröðun á liðunum sem hér fer á eftir, hvað sex þau efstu varðar. Lítum nánar á ástæður þess að þau raða sér í sex efstu sætin en í blaðinu á morgun skoðum við hin sex liðin sem eru í sjöunda til tólfta sæti í „vetrardeild“ Íslandsmóts karla.

1: KR

KR-ingar eru með bestan árangur allra liða deildarinnar í vetur. Þeir urðu Reykjavíkurmeistarar, komust í úrslitaleik Bose-mótsins og höfðu unnið alla fjóra leiki sína í Lengjubikarnum þegar keppnin var blásin af.

Alls unnu KR-ingar tólf af fjórtán leikjum sínum í vetur og eina tapið var gegn Val í úrslitaleik Bose-mótsins í desember, 3:2. Þeir unnu úrvalsdeildarlið FH, Gróttu, Víkings, Fylkis, Fjölnis, Vals og ÍA en sigurinn á Val var í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins, 2:0.

Markatala KR í leikjunum fjórtán er 41:16 og þeirra markahæstu menn í vetur voru Tobias Thomsen með 7 mörk, Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason með 6 mörk hvor.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »