Akureyringur á leið í Hafnarfjörðinn

Andrea Mist Pálsdóttir er á leið í FH samkvæmt heimildum …
Andrea Mist Pálsdóttir er á leið í FH samkvæmt heimildum mbl.is. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir er á leið í FH samkvæmt heimildum mbl.is. Andrea er samningsbundin ítalska A-deildarfélaginu Orobica en samningur hennar á Ítalíu rennur út á næstu dögum og þá er henni frjálst að semja við annað lið. 

Samkvæmt heimildum mbl.is verður tilkynnt um félagaskiptin á miðvikudaginn kemur en Andrea er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri þar sem hún hefur leikið 97 leiki í efstu deild en í þessum leikjum hefur hún skoraði 14 mörk.

Andrea Mist er 21 árs gömul og á að baki 3 A-landsleiki fyrir Ísland og þá á hún að baki 33 leiki fyrir yngri landsliðin. Andrea var lykilmaður í liði Þórs/KA þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2017.

FH er nýliði í efstu deild en liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 39 stig, 6 stigum minna en Þróttur. FH féll úr úrvalsdeildinni haustið 2018 og fór því beint upp aftur en liðið samdi einnig við landsliðskonuna Sigríði Láru Garðarsdóttur fyrir áramót og hefur ennfremur fengið Hrafnhildi Hauksdóttur frá Selfossi.

mbl.is