Fimm skiptingar í íslenska boltanum

Lið á Íslandi mega gera fimm breytingar á Íslandsmótinu.
Lið á Íslandi mega gera fimm breytingar á Íslandsmótinu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í dag að fimm skiptingar verði leyfðar á Íslandsmótunum í fótbolta í sumar. 

FIFA tilkynnti fyrr í mánuðinum að aðildarfélög gætu sótt um að leyfa fimm skiptingar í deildarkeppnum sínum vegna þess að ljóst sé að leik­menn komi beint úr löngu fríi frá fót­boltan­um eft­ir stöðvun­ina af völd­um kór­ónu­veirunn­ar. Út­lit sé fyr­ir að leikið verði mjög þétt til þess að hægt sé að ljúka tíma­bil­inu á sem skemmst­um tíma. 

Lagt er til að þessi regla verði áfram í gildi tíma­bilið 2020/21, sem og í lands­leikj­um til árs­loka 2021. Aðeins má stöðva leikinn þrisvar fyrir skiptingar hjá hvoru liði í hverjum leik. 

Yfirlýsing KSÍ: 

Á fundi stjórnar KSÍ 14. maí var rætt um knattspyrnulögin og tímabundna heimild FIFA til að fjölga skiptingum í efstu deildum. Stjórn KSÍ samþykkti að nýta þessa heimild og hefur skrifstofu KSÍ og laga- og leikreglnanefnd verið falið að undirbúa nauðsynlegar reglugerðarbreytingar.

FIFA tilkynnti 8. maí um tímabundna heimild til þess að leyfa allt að 5 skiptingar í hverjum leik, í mótum sem eru þegar hafin eða hefjast á árinu, og lýkur eigi síðar en 31. desember 2020.

mbl.is