Leika tvo leiki við Hvíta-Rússland

U19 ára lið karla sem komst áfram í milliriðil EM …
U19 ára lið karla sem komst áfram í milliriðil EM 2020. Ljósmynd/KSÍ

U19 ára landslið karla í fótbolta mætir Hvíta-Rússlandi í tveimur vináttuleikjum í september og fara þeir báðir fram á Jáverkvellinum á Selfossi.

Fyrri leikurinn fer fram 5. september og sá síðari 7. september. Fara leikirnir fram svo lengi sem staðan í þjóðfélaginu leyfi og UEFA gefi sitt samþykki. 

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2021 þar sem liðið er í riðli með Noregi, Andorra og Ungverjalandi, en leikið er í Noregi.

mbl.is