Minni peningar í húfi

Anna Björk Kristjánsdóttir gekk til liðs við Selfoss á dögunum.
Anna Björk Kristjánsdóttir gekk til liðs við Selfoss á dögunum. Ljósmynd/Selfoss

Þessa dagana snúast flestar íþróttafréttir um hvenær keppni geti hafist á ný í hinni og þessari íþróttagreininni eftir að kórónuveiran er farin að lina tök sín á daglegu lífi fólks.

Ástandið er mismunandi eftir löndum og aðferðafræðin er ólík eftir því. Englendingar eru t.d. í miklu basli með að koma fótboltanum aftur af stað hjá sér og horfa öfundaraugum til Þjóðverja sem eru komnir í gang.

Eitt er það sem vekur athygli í öllu þessu og það er að alls staðar snýst þetta um að koma stærstu deildum karlafótboltans í gang.

Kvennadeildirnar koma svo einhvers staðar í kjölfarið eða þá að keppni í þeim er aflýst. Hvers vegna? Jú, þar eru miklu minni peningar í húfi.

Mér sýnist Ísland vera eina landið þar sem konur og karlar fara af stað á sama tíma hvað fótboltann varðar. Hér verður fyrstu umferðinni í úrvalsdeild kvenna lokið áður en flautað verður til fyrsta karlaleiksins.

Enda standa konur í fótbolta og flestum öðrum íþróttum betur að vígi hérlendis en víðast hvar annars staðar, hvað varðar umgjörð, umfjöllun og almennt viðhorf.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »