Ummæli í Dr. Football valda reiði

Anna Björk Kristjánsdóttir gekk til liðs við Selfoss á dögunum.
Anna Björk Kristjánsdóttir gekk til liðs við Selfoss á dögunum. Ljósmynd/Selfoss

Ummæli sem „sérfræðingurinn“ Mikael Nikulásson lét falla í hlaðvarpsþættinum Dr. Football nýverið hafa valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum. 

Í þættinum var rætt um landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur, sem samdi nýverið við Selfoss, en hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Knattspyrnuspekingarnir ræddu um stöðu Selfoss og möguleg markmið þeirra fyrir sumarið. Lið Selfoss og kaupin á Önnu hljóti að kosta félagið sitt.

„Ég veit alveg hvað þetta kostaði. Þetta kostaði meiri pening heldur en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum heldur en flestir leikmenn í eftstu deild karla,“ sagði Mikael. 

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var á meðal þeirra sem gagnrýndu ummælin á Twitter, 

Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi-deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig,“ skrifaði Ingibjörg. Þá sagði Ingibjörg ljóst að sá sem léti slík ummæli falla sé ekki meðvitaður um vinnuna sem konur í fótbolta þurfi að leggja á sig. 

„Væri gaman að sjá nokkra af þeim sem eru hvað háværastir um hvaða laun við eigum skilið ganga í gegnum það ströggl sem það getur verið að vera fótboltakona,“ skrifaði Ingibjörg. 

Ég er í sjokki að árið sé 2020 og menn séu enn þá að tala svona,“ sagði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður KR. 

 

mbl.is