Ekki í forgangi að fara strax aftur út

Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH gegn ÍBV síðasta …
Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH gegn ÍBV síðasta haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Jónatan Ingi Jónsson, sem nú er að hefja sitt þriðja tímabil með FH, sá fram á fá tækifæri með meistaraflokki félagsins árið 2015 og ákvað þess vegna að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar, þar sem hann lék með unglingaliði félagsins.

Jónatan var einungis 16 ára gamall þegar hann hélt út í atvinnumennsku og samdi við AZ en hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun, þar sem hann hafi verið tilbúinn að standa á eigin fótum á þessum tíma.

„Þú getur aldrei ákveðið fyrir fram hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum. Það er gríðarlega persónubundið hvernig mönnum reiðir af þegar þeir fara svona ungir út. Ég var sjálfur tilbúinn að standa aðeins á eigin fótum ef svo má segja og læra að bjarga mér. Atvinnumennskan er ekkert grín og það segir ekkert alla söguna að vera bara góður í fótbolta.

Það hentar sumum betur að vera áfram í þægindarammanum og þróa leik sinn hér á landi. Ég var byrjaður að æfa með meistaraflokknum þegar ég fór út en ég vissi samt að ég væri aldrei að fara að fá einhvern spiltíma þar. Ég var í 2. flokki á þessum tíma og mér fannst rétt skref að fara frekar út en að taka þátt í Íslandsmótinu með 2. flokki.

Svo eru líka leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson sem fara mjög ungir út og slá engu að síður í gegn. Eftir þessi þrjú ár mín hjá AZ stóð mér til boða að spila áfram með varaliðinu en þá fannst mér kominn tími á að ég færi að spila alvöru meistaraflokksbolta. Ég vissi að ég væri ekki að fara að spila með aðalliðinu og því ákvað ég að meta stöðuna upp á nýtt og koma heim.“

Sjá ítarlegt viðtal við Jónatan í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »