Framherji KR ekki með fyrstu vikurnar

Guðmunda Brynja Óladóttir í leik með KR síðasta sumar.
Guðmunda Brynja Óladóttir í leik með KR síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framherjinn Guðmunda Brynja Óladóttir verður ekki með KR í fyrstu leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni í fótbolta vegna meiðsla. Hefur hún verið meidd í allan vetur og er á leið í aðgerð. 

„Hún hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm og nára frá því í nóvember og er að fara í aðgerð núna 25. maí,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net

Guðmunda kom til KR frá Stjörnunni fyrir síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk í fimmtán deildarleikjum með Vesturbæjarliðinu. Hefur hún skorað eitt mark í fimmtán leikjum með A-landsliðinu. 

mbl.is