Varnarmenn með 10 af 22 mörkum (myndskeið)

Newcastle gerði gríðarlega vel í að vinna 1:0-sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og er Steve Bruce að gera fína hluti með Newcastle, þrátt fyrir að hinir ýmsu tölfræðiþættir virðist vera á móti hans mönnum. 

Framherjar Newcastle hafa aðeins skorað eitt mark og þá er liðið aðeins 33,6 prósent með boltann að meðaltali í leik. Þrátt fyrir það er Newcastle um miðja deild og að gera betri hluti en þegar það var með Rafa Benítez í brúnni á síðustu leiktíð. 

Tómas Þór Þórðarson ræddi um Newcastle við Gylfa Einarsson og Magnús Má Einarsson í Vellinum á Símanum Sport. Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is