Varamaðurinn hetja Liverpool

Roberto Firmino hjá Liverpool fer fram hjá Todd Cantwell hjá …
Roberto Firmino hjá Liverpool fer fram hjá Todd Cantwell hjá Norwich. AFP

Liverpool er komið með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á botnliði Norwich á útivelli í kvöld. 

Staðan í hálfleik var markalaus, en Norwich komst næst því að skora fyrir hlé. Þjóðverjinn Lukas Rupp fór hins vegar illa með gott færi þegar hann slapp í gegn. 

Eftir því sem leið á leikinn náði Liverpool meiri tökum og skapaði sér fleiri færi. Sadio Mané nýtti loks eitt þeirra á 78. mínútu, en hann kom inn á sem varamaður átján mínútum fyrr. 

Mané tók þá gríðarlega vel á móti langri sendingu frá Jordan Henderson upp völlinn og skilaði boltanum í netið. Norwich fékk eitt fínt færi eftir markið en Teemu Pukki skaut beint á Alisson og Liverpool fagnaði enn einum sigrinum. 

Liverpool er nú með 76 stig, 25 stigum meira en Manchester City. Norwich er í botnsætinu með 18 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Norwich 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Sadio Mané (Liverpool) fær gult spjald Fyrir að tefja.
mbl.is