Ekki leikurinn hans Gylfa (myndskeið)

Tóm­as Þór Þórðar­son, Bjarni Þór Viðars­son og Gylfi Ein­ars­son ræddu Gylfa Þór Sigurðsson og frammistöðu hans með Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Vellinum á Síminn Sport.

„Ég held að hann geti spilað 4-4-2 en það er ekki hans leikur, ég vil sjá Gylfa klára hlaupin sín inn í teiginn og vera aðalmaðurinn,“ sagði Gylfi Einarsson um nafna sinn sem hefur komið við sögu í sex af átta leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en ekki endilega sýnt sínar allra bestu hliðar.

„Ef að Ancelotti ætlar að halda sig við þetta kerfi, þá held ég að hann sé ekki með Gylfa fyrstan á miðjuna.“ Umræðurnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is