City minnkaði forskot Liverpool

Sergio Agüero með boltann í kvöld.
Sergio Agüero með boltann í kvöld. AFP

Manchester City vann öruggan 2:0-sigur á West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. City var miklu betra liðið allan leikinn og hefði sigurinn getað orðið miklu stærri. 

Fyrsta markið kom á 30. mínútu. Spænski miðjumaðurinn Rodri skallaði þá í netið eftir hornspyrnu frá Kevin De Bruyne. Belginn sá sjálfur um að skora annað markið með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 

West Ham skapaði sér varla færi allan leikinn á meðan City, og þá sérstaklega Gabriel Jesus, hefði getað skorað fleiri mörk. 

City er nú með 54 stig, 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. West Ham er enn í 18. sæti, sem er fallsæti, með 24 stig, einu stigi á eftir Aston Villa. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 2:0 West Ham opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is