De Bruyne sá um West Ham (myndskeið)

Manchester City vann ör­ugg­an 2:0-sig­ur á West Ham á heima­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. City var miklu betra liðið all­an leik­inn og hefði sig­ur­inn getað orðið miklu stærri.

West Ham skapaði sér varla færi all­an leik­inn á meðan City, og þá sér­stak­lega Gabriel Jes­us, hefði getað skorað fleiri mörk. Kevin De Bruyne var maður leiksins, en hann skoraði eitt mark og lagði upp hitt.  

City er nú með 54 stig, 22 stig­um á eft­ir toppliði Li­verpool. West Ham er enn í 18. sæti, sem er fallsæti, með 24 stig, einu stigi á eft­ir Ast­on Villa. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is